6.1.2009 | 22:21
Vetrarbrautin
Fréttin er að hluta til röng. Vetrarbrautin stækkaði ekki heldur þyngdist. Þegar hraðinn eykst þá aukast líkur á árekstri vegna þess að aðdráttarkraftur verður meiri og þær eru fljótari að nálgast hvor aðra, vetrarbrautirnar.
Ég vil benda á:
http://www.spiegel.de/wissenschaft/weltall/0,1518,599560,00.html
http://www.sciencedaily.com/releases/2009/01/090105131208.htm
Vetrarbrautin sögð stærri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 19:22
Hugleiðingar
17.11.2008 | 20:56
Hvað er það að vera íslendingur?
Við sem á þessu landi búum höfum mörg hver þurft að ganga í gegnum ýmsar þrengingar. Fyrsta tímabilið sem ég upplifði voru hafísárin fyrir 1970 sem margir muna eftir. Á þeim árum hvarf síldin og sjávarbyggðirnar lentu í kröggum. Ég man helst eftir þessum tíma vegna þess að ísinn kom inn á fjörðinn okkar Norðfjörð á þessum árum. Eins var ég í sveit norður á Langanesi. Eitt árið hafði lagt ís inn á Bakkaflóann en við vorum á Ártúni í Eiðisvík sem snéri að flóanum. Þessi ís lá allan júnímánuð inni á flóanum og honum fylgdi kuldi sem var meiri en ég man eftir og þó eldri menn væru spurðir. Þessu olli viðvarandi norðaustan áttir sem héldu ísnum inni á flóanum. Í lok júní þetta sumar hafði ekki sprottið strá á túnunum. Í byrjun júlí létti ísnum þegar snéri til suðlægra átta. Öll tún voru grá og guggin. Á stuttum tíma þá spratt upp gras og á þrem til fjórum vikum var fullsprottið. Sjaldan hef ég sé gras spretta jafn hratt og eftir þessi harðindi.
Þetta sama vor var ég heima á Norðfirði áður en ég fór í sveitina. Ég fór út á ísinn sem fyllti fjörðinn okkar. Úti á firðinum sá ég annan sem var eitthvað eldri en ég. Hann var kominn út á miðjan fjörð. Nema að þegar ég var kominn spölkorn frá landi, eitthvað um 100 metra þá skrikaði mér fótur. Ég rann út af jakanum sem ég stóð á og féll í sjóinn. Nú voru góð ráð dýr. Sjórinn nálægt núllpunkti og ég aðeins um 12 ára gamall. Ég reyndi að klifra upp á jakann en fékk hvergi handfestu enda var ísjakinn afar háll niður við sjólínuna. Eftir nokkrar tilraunir gafst ég upp á því að komast aftur upp. Eina sem ég gat gert í þessari stöðu var að synda í land. Svo ég lagið af stað. Þegar ég var kominn miðja vegu að landi þá kom ég þar að sem ísinn lokaði leiðinni. Þá var ekkert annað að gera en að kafa undir ísinn sem ég gerði. Ég komst að landi við illan leik og heim, holdvotur. Ekki fékk ég vænar móttökur þegar ég kom heim. Var húðskammaður fyrir að hafa farið út á ísinn og var settur í bann næstu daga.
Fáum árum seinna þá var keyptur togari frá Frakklandi, Barðinn. Hann var upphafið að endurbyggingu staðarins. Með fisknum sem Barði bar að landi þá lifnaði aftur yfir atvinnulífinu og dofnaði það ekki næstu áratugina.
Mér finnst að þetta sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum núna algjört hjóm miðað við það sem byggðir landsins þurftu að ganga í gegnum á þessum árum!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2008 | 14:46
Nýr forseti Bandaríkjanna
Ég fagna því að Barack Obama hafi verið kosinn sem forseti Bandaríkjanna. Vonandi verður ásýnd þeirra út á við mildari við breytinguna. Þeir hafa á undanförnum árum gengið í stríð, baráttu við hriðjuverkamenn sem hafa farið út fyrir öll mörk. Eftirlit þeirra á eigin landamærum er mjög strangt. Þannig bjóða þeir ferðamönnum og fólki sem á í viðskiptaerindum ekki velkomin með ströngu eftirliti. Ég fór til New York í lok september til að kynna mér hvernig Fountain House stendur að menntun þeirra sem eiga við geðrænan vanda að glíma. Í vegabréfaskoðun þá þótti vegabréfið mitt grunsamlegt þótt það væri fullkomlega gilt. Sá í skoðuninni vildi halda því fram að þegar ég endurnýjaði það síðast þá hefði ég átt að fá mér þetta nýja rafræna, en sjálfur hafði ég ekki hugmynd um eitthvað svoleiðis. Hann yfirheirðimig, fór síðan og ráðfærði sig við kollega sína. Þegar hann kom til baka þá hélt hann áfram að yfirheyra mig um af hverju ég hefði ekki endurnýjað vegabréfið í rafrænt eins og nú er gert. Loks sagði hann við mig að vegna þess að ég væri í viðskiptaerindum í Bandaríkjunum fengi ég að fara inn. Þetta allt tók eitthvað hálftíma en ég slapp með skrekkinn.
Ég vona að þeir fari að milda ásynd sína gagnvart umheiminum enda eru þeir ekki og mega ekki vera sjálfskipuð lögregla heimsins.
4.11.2008 | 18:30
Þjóðin í vanda
Þetta umræðuefni er fullkomlega óþolandi en ég vil samt leggja inn orð.
Af hverju söfnum við skuldum? Af hverju tökum við svona mikla áhættu með peningana okkar? Því látum við okkur ekki nægja það sem við höfum án þess að byðja alltaf um meira og meira?
Það hefur komið í ljós að hamingjan felst ekki í veraldlegum efnum. Það sem veitir fólki mesta hamingju er annað fólk. Í fyrsta sæti kemur fjölskyldan sem er sá hornsteinn sem allt okkar líf ætti að byggjast á. Næst koma vinirnir og þá þeir góðu. Góðir vinir eru vandfundnir. Koma þeir til þín vegna auðlegðar eða vegna þess hvernig einstaklingur þú ert? Njóttu góðra vina og ræktaðu sambandið við þá. Það er besta leiðin út úr þeim hremmingum sem við íslenska þjóðin höfum komið okkur í. Þetta er ekki einhverjum fáum einstaklingum að kenna heldur okkur öllum!
kv.
4.11.2008 | 15:19
Menntun þeirra sem eru að glíma við geðrænan vanda
Nú er þannig að tiltölulega stór hluti þjóðarinnar glímir við geðrænan vanda einhvern tíma á ævinni. Tölurnar um tíðni eru á reiki en talið er að á hverjum tíma séu þetta um 10% þjóðarinnar og 25% glími við geðsjúkdóm einhvern tíma á ævinni. Þó held ég að talan 10% sé hærri. Geðrænn vandi kemur gjarnan snemma í ljós og oft á unglingsárum. Þetta veldur því að stór hluti þess hóps sem lendir í geðrænum veikindum dettur út úr skóla og nær ekki að ljúka menntun sinni. Þannig verður til þjóðfélagshópur sem er með lágt menntunarstig. Ef gripið væri til viðeigandi úrræða þá væri hægt að auka menntunarstig þessa hóps verulega.
Nýlega fór ég í heimsókn í Fountain House í New York og kynntist hvernig þeir standa að þessum stuðningi við nemendur. Var það mjög fróðlegt og kom í ljós að með stuðningi var hægt að ná stórbættum árangri nemenda.
Meira um þetta síðar.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Trausti Traustason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar