Loftlagshlýnun

Jörðin er að hlýna. Punktur.

Þessi grein á mbl. is um hlýnun loftlags er ein af mörgum sem hafa verið að  birtast að undanförnu. Ég hef lesið fjölda greina sem hafa stutt eða hrakið hlýnun jarðarinnar. Eftir þann lestur er ég ekki í minnsta vafa um að hér hafa átt sér stað óæskilegar loftlagsbreytingar og að loftslaga sé að hlýna verulega á ákveðnum hluta jarðarinnar í það minnsta. Þó er jörðin ekki hlýrri núna en hefur verið oft áður í gegnum tíðina. Ljóst er að þessi þróun kemur til með að hafa gríðarleg neiðkvæð áhrif á búsetuskilyrði hér á smáhnettinum okkar. Þeir sem mæla gegn því sýna mikið ábyrgðarleysi og það að gera ekkert til að sporna við þróuninni getur leitt okkur út í aðstæður sem gætu reynst óviðráðanlegar

Því segi ég, spornum gegn hlínun jarðarinnar með öllum þeim ráðum sem við höfum.


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Ég er hræddur um að það sé ekkert sem við mannkynið getum gert til að sporna við hlýnun jarðar. Við getum þó bætt umhverfið okkar með minni mengun og fl. En að ætla að mannkynið geti spornað við hnattrænni hlýnun þykir mér hálf absúrd!

Jónas Rafnar Ingason, 12.3.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Loftslag.is

Það styttist í að Jónas hér fyrir ofan hafi rétt fyrir sér, þ.e. að það sé ekkert sem mannkynið geti gert til að sporna við hlýnun jarðar (sumir segja að það sé of seint)... en mér finnst sjálfsagt að halda áfram að reyna...

Loftslag.is, 13.3.2009 kl. 12:49

3 identicon

Þær skoðanir hafa verið að koma fram að við séum þegar orðin of sein að snúa þróunni við. Margir óttast það sem kallað er runaway áhrif sem segir að eitt leiði af öðru og hraði hlýnunar aukist. En við verðum samt að taka okkur á í náttúruvernd því okkur ber að skila jörðinni til komandi kynslóða og í lagi.

Trausti Traustason (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Er það ekki eins og að blása lífi í fólk sem er löngu dáið? Það er ekki spurning að það hefur verið að hlýna á síðustu öld, en sú hlýnun virðst vera í rénum. Það eru ekki margir sem mótmæla því, það sem er verið að takast á er hvort mannkynið hafi áttt hluta í hnattrænni hlýnun eða ekki og þá hvort mannkynið geti spornað við hlýnuninni. Þetta er ekki sami hluturinn.

Jónas Rafnar Ingason, 13.3.2009 kl. 14:26

5 Smámynd: Loftslag.is

Því miður virðist margt benda til að hlýnun jarðar sé ekki í rénum.

Loftslag.is, 13.3.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Trausti Traustason

Höfundur

Trausti Traustason
Trausti Traustason
Er félagi í Klúbbnum Geysi. Menntaður verkfræðingur frá HÍ 1982. Stunda ættfræði og les mikið í stjörnufræði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband