Hvað er það að vera íslendingur?

Við sem á þessu landi búum höfum mörg hver þurft að ganga í gegnum ýmsar þrengingar. Fyrsta tímabilið sem ég upplifði voru hafísárin fyrir 1970 sem margir muna eftir. Á þeim árum hvarf síldin og sjávarbyggðirnar lentu í kröggum. Ég man helst eftir þessum tíma vegna þess að ísinn kom inn á fjörðinn okkar Norðfjörð á þessum árum. Eins var ég í sveit norður á Langanesi. Eitt árið hafði lagt ís inn á Bakkaflóann en við vorum á Ártúni í Eiðisvík sem snéri að flóanum. Þessi ís lá allan júnímánuð inni á flóanum og honum fylgdi kuldi sem var meiri en ég man eftir og þó eldri menn væru spurðir. Þessu olli viðvarandi norðaustan áttir sem héldu ísnum inni á flóanum. Í lok júní þetta sumar hafði ekki sprottið strá á túnunum. Í byrjun júlí létti ísnum þegar snéri til suðlægra átta. Öll tún voru grá og guggin. Á stuttum tíma þá spratt upp gras og á þrem til fjórum vikum var fullsprottið. Sjaldan hef ég sé gras spretta jafn hratt og eftir þessi harðindi.

Þetta sama vor var ég heima á Norðfirði áður en ég fór í sveitina. Ég fór út á ísinn sem fyllti fjörðinn okkar. Úti á firðinum sá ég annan sem var eitthvað eldri en ég. Hann var kominn út á miðjan fjörð. Nema að þegar ég var kominn spölkorn frá landi, eitthvað um 100 metra þá skrikaði mér fótur. Ég rann út af jakanum sem ég stóð á og féll í sjóinn. Nú voru góð ráð dýr. Sjórinn nálægt núllpunkti og ég aðeins um 12 ára gamall. Ég reyndi að klifra upp á jakann en fékk hvergi handfestu enda var ísjakinn afar háll niður við sjólínuna. Eftir nokkrar tilraunir gafst ég upp á því að komast aftur upp. Eina sem ég gat gert í þessari stöðu var að synda í land. Svo ég lagið af stað. Þegar ég var kominn miðja vegu að landi þá kom ég þar að sem ísinn lokaði leiðinni. Þá var ekkert annað að gera en að kafa undir ísinn sem ég gerði. Ég komst að landi við illan leik og heim, holdvotur. Ekki fékk ég vænar móttökur þegar ég kom heim. Var húðskammaður fyrir að hafa farið út á ísinn og var settur í bann næstu daga.

Fáum árum seinna þá var keyptur togari frá Frakklandi, Barðinn. Hann var upphafið að endurbyggingu staðarins. Með fisknum sem Barði bar að landi þá lifnaði aftur yfir atvinnulífinu og dofnaði það ekki næstu áratugina.

Mér finnst að þetta sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum núna algjört hjóm miðað við það sem byggðir landsins þurftu að ganga í gegnum á þessum árum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég held að það megi segja um Íslendinga, að öllu jöfnu, að lífinu er tekið eins og það er. Ef erfiðleikar steðja að, vinna menn sig frá því á einn eða annan hátt. Versta leiðin, eða erfiðasta, er að kvarta og kveina og bíða eftir að einhver bjargi manni. Það er ekki víst að nokkur maður heyri hrópin, eða vilji sinna þeim.

Því segi ég; sjálfs er höndin hollust. Vonandi koma Íslendingar sterkari og reynslunni ríkari út úr þessum þrengingum sem nú steðja að. Bara að langtímaminnið braggist þá aðeins í leiðinni, svo menn gleymi sér ekki þegar fer að ganga betur.

Steinmar Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Trausti Traustason

Höfundur

Trausti Traustason
Trausti Traustason
Er félagi í Klúbbnum Geysi. Menntaður verkfræðingur frá HÍ 1982. Stunda ættfræði og les mikið í stjörnufræði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband