4.11.2008 | 18:30
Þjóðin í vanda
Þetta umræðuefni er fullkomlega óþolandi en ég vil samt leggja inn orð.
Af hverju söfnum við skuldum? Af hverju tökum við svona mikla áhættu með peningana okkar? Því látum við okkur ekki nægja það sem við höfum án þess að byðja alltaf um meira og meira?
Það hefur komið í ljós að hamingjan felst ekki í veraldlegum efnum. Það sem veitir fólki mesta hamingju er annað fólk. Í fyrsta sæti kemur fjölskyldan sem er sá hornsteinn sem allt okkar líf ætti að byggjast á. Næst koma vinirnir og þá þeir góðu. Góðir vinir eru vandfundnir. Koma þeir til þín vegna auðlegðar eða vegna þess hvernig einstaklingur þú ert? Njóttu góðra vina og ræktaðu sambandið við þá. Það er besta leiðin út úr þeim hremmingum sem við íslenska þjóðin höfum komið okkur í. Þetta er ekki einhverjum fáum einstaklingum að kenna heldur okkur öllum!
kv.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Um bloggið
Trausti Traustason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.