Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Innheimtuaðgerðir Vinstri grænna

Ég skráði mig í Vinstri græna vorið 2003 og hafði trú á þeim flokki. Ég hafði þekkt Steingrím Jóhann Sigfússon frá fyrri tíð og líkað vel við hann. Ég veit að hann er einn af þeim stjórnmálamönnum sem eru heiðarlegir eins og öll hans fjölskylda.

Svo gerist það. Ég fæ sendan gíróseðil um að greiða félagsgjöld hjá Vinstri grænum fyrir Norðausturkjördæmi sem er svo sem ekki í frásögur færandi. (Ég bý og hef búið í Reykjavík í 6 ár).

Hvað um það. Það dróst hjá mér að greiða félagsgjöldin og í kjölfarið fékk ég hótunarbréf frá Sparisjóði Ólafsfjarðar sem sér um innheimtu fyrir Vinstri græna í Norðausturkjördæmi.

Brot úr texta bréfsins: greiða eigi sem fyrst til að forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir.

Annað brot: Kröfurnar eru sem sagt ekki komnar í eindaga og hægt að greiða þær án alls kostnaðar eins og áður segir.

Það sem mér finnst áhugavert er: ekki komnar í eindaga. En hvenær gerist það? Hvenær fæ ég innheimtubréf og síðan eitthvað enn verra og kostnaðarsamra?


Góðir leiðtogar

Eitt af því sem einkennir góða leiðtoga er að þeir nýta hæfileika liðsmanna sinna og að liðið fær að njóta sín til góðra verka. Góður leiðtogi er ekki stjórnandi heldur stýrir liði sínu af hagleik og visku.

Vinstri grænir eru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa góðan leiðtoga í sínum röðum en það er Steingrímur Jóhann Sigfússon stórbóndasonur frá Gunnarssöðum í Þistilfirði.

Samfylkingin horfir á bak leiðtoga sínum vegna veikinda og nú þarf að velja nýjan. Góður leiðtogi er vandfundinn en af því sem ég hef séð til þess hóps sem kennir sig við Samfylkinguna finnst mér Dagur B. Eggertsson skara framúr sem leiðtogaefni. Ég hef mikla trú á honum og ekki síst ef fyrrnefndir tveir flokkar slá saman og mynda ríkisstjórn eftir kostningar. Við þurfum gott fólk til að ráða við þann vanda sem framundan er.

Því hvet ég Dag B. Eggertsson til að sækjast eftir formanninum.


Um bloggið

Trausti Traustason

Höfundur

Trausti Traustason
Trausti Traustason
Er félagi í Klúbbnum Geysi. Menntaður verkfræðingur frá HÍ 1982. Stunda ættfræði og les mikið í stjörnufræði.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband