13.7.2009 | 16:50
Álit þjóðarinnar
Furðulegir tímar sem við lifum á. Nú eiga sér stað stærstu atburðir seinni tíma. Jafvel þeir stærstu frá Móðuharðindunum miklu (að sjálfstæði þjóðarinnar frátöldu). Við fáum bara ekkert um það að segja. Stjórnmálamenn í stjórn treysta ekki þjóðinni til að greiða atvkæði um ESB og Icesave málin.
Aftur á móti höfum við vit til að setja álit okkar á jafn ómerkilegu máli eins og Valhallarbrunanum. Hvað gerir til þó úr sér gengin kofaskrifli brenni? Og hvað er verið að blekkja okkur með því að segja að við getum haft áhrif á hvað verði gert í framhaldinu? Síðan hvenær hafa stjórnmálamenn farið eftir áliti almennings???
Spyr sá sem ekki veit
Landsmenn fái að segja álit sitt á uppbyggingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2009 | 13:54
Heimilisofbeldi gegn körlum
Ég hef séð breska rannsókn sem sýnir að ofbeldi gegn körlum er síst sjaldgæfara en ofbeldi gegn konum inni á heimilinu. Þó virðist sem karlar skynji ekki ofbeldið sem slíkt þó afleiðingar þess geti verið alvarlegar. Geti það komið fram í lækkuðu sjálfsmati, sektarkennd vegna þess að þeir geta ekki/standa ekki gegn ofbeldinu eða viðhorf þjóðfélagsins sé í þá átt að það geti ekki átt sér stað.
Því miður er þetta raunverulegt vandamál sem kanna þarf og gefa körlum sem fyrir ofbeldinu verða tækifæri á að takast á við afleiðingar þess.
Segir sá sem því miður veit!
Heimilisofbeldi gegn körlum óþekkt stærð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 15:16
Harðar hendur
Segir lögreglumann hafa beitt harðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 14:51
Málið leyst!
Sæll aftur,
Mér barst póstur áðan frá Bjarkey Gunnarsdóttur þar sem hún óskar eftir því að greiðsluseðillinn á þig verði felldur niður.
Ég hef nú þegar gert það.
Kveðja
Helgi Jóhannsson
Þjónustustjóri
helgi@spol.is
Sími: 460-2700, fax: 460-2701
Beinn sími: 460-2706 , GSM 845-2737
16.4.2009 | 14:12
Bréf frá Sparisjóði Ólafsfjarðar
Sæll Trausti,
Því miður fór þessi ítrekun út frá okkur og eru þetta okkar mistök sem við hörmum.
Það er nú einu sinni þannig að mistök geta alltaf átt sér stað og við höfum reynt að bæta fyrir það.
Ég skil þína stöðu því það er ekki gaman að fá svona bréf. Vonandi getum við lokið þessu máli í sátt.
Með kveðju,
f.h. Sparisjóðs Ólafsfjarðar
Helgi Jóhannsson
Þjónustustjóri
helgi@spol.is
Sími: 460-2700, fax: 460-2701
Beinn sími: 460-2706 , GSM 845-2737
16.4.2009 | 14:09
"Afsökunarbréf" vegna innheimtuaðgerða Vinstri grænna!
Trausti Traustason
Meðalholti 19
105 Reykjavík
Efni: Mistök í útsendingu ítrekana.
Þau leiðu mistök urðu þann 01.04.2009 að ítrekanir fóru út til greinðenda í Vinstrihreyfingunni grænu framboði, norðausturkjördæmi.
Í fyrsta lagi kemur fram að um ítrekurun sé að ræða og í öðru lagi segir að, greiða eigi sem fyrst til að forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir.
Sparisjóður Ólafsfjarðar biður viðkomandi afsökunar á þessari ítrekun en einungis átti að vera um tilkynngu að ræða, án allra hótana. Enda fellur enginn innheimtukostnaður, dráttarvextir eða vanskilagjöld á viðkomandi kröfu þrátt fyrir orðalag í bréfinu.
Kröfurnar eru sem sagt ekki komnar í eindaga og hægt að greiða þær án alls kostnarðar eins og áður segir.
Ólafsfirði, 7. Apríl 2009
Virðingafyllst,
Sparisjóður Ólafsfjarðar
15.4.2009 | 16:55
Innheimtuaðgerðir Vinstri grænna
Ég skráði mig í Vinstri græna vorið 2003 og hafði trú á þeim flokki. Ég hafði þekkt Steingrím Jóhann Sigfússon frá fyrri tíð og líkað vel við hann. Ég veit að hann er einn af þeim stjórnmálamönnum sem eru heiðarlegir eins og öll hans fjölskylda.
Svo gerist það. Ég fæ sendan gíróseðil um að greiða félagsgjöld hjá Vinstri grænum fyrir Norðausturkjördæmi sem er svo sem ekki í frásögur færandi. (Ég bý og hef búið í Reykjavík í 6 ár).
Hvað um það. Það dróst hjá mér að greiða félagsgjöldin og í kjölfarið fékk ég hótunarbréf frá Sparisjóði Ólafsfjarðar sem sér um innheimtu fyrir Vinstri græna í Norðausturkjördæmi.
Brot úr texta bréfsins: greiða eigi sem fyrst til að forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir.
Annað brot: Kröfurnar eru sem sagt ekki komnar í eindaga og hægt að greiða þær án alls kostnaðar eins og áður segir.
Það sem mér finnst áhugavert er: ekki komnar í eindaga. En hvenær gerist það? Hvenær fæ ég innheimtubréf og síðan eitthvað enn verra og kostnaðarsamra?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2009 | 22:16
Sátt
29.3.2009 | 20:07
Gott fólk í flokknum
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 23:47
Fésbókin í stóra bróður
Stóri bróðir í Facebook? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Trausti Traustason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar