Hvatning og hrós í skólum

Þessi frétt er ein af þeim verri um geðheilbrigði barna og unglinga sem ég hef séð. Þarna er verið að vísa í umbun í form hróss og hvatningar sem skýtur yfir markið. Raunin er sú að hrós og hvatning er eðlilegur og nauðsynlegur hluti af skólastarfinu og ekki síður nauðsynlegur hluti af uppeldi barna og unglinga. Ef barni er ekki hrósað eru miklar líkur á að sjálfsmynd þess skerðist sem síðan getur leitt til þunglyndis snemma á æfi einstaklingsins. Eðlilegt er að gæta hófs í hrósi en hvatning er ekki síður nauðsynleg. Hrós þarf að vera verðskuldað og þeim sem tekur við því þarf að vera það ljóst, annars missir hrósið mark og getur skapað ranga hugmynd í huga barnsins um sjálft sig.

Veru dugleg að hrósa börnum okkar og hvetja þau til góðra verka.

Kíkið á þessa grein sem eru um skylt málefni: Þekkja árangur barna getur afstýrt þunglyndi en á Science Daily er gott safn greina um þetta málefni sem og fjölmörgur önnur. Kíkið þar inn og njótið.

Ég leyfi mér að fullyrða að greinin á mbl.is sé afar slök og skuli engan vegin taka mark á henni.

 


mbl.is Varar við sjálfsdýrkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ætli það sé ekki bara málið.

Hvatning verður að vera til staðar

Og hrós verður að vera Verðskuldað.

Ætli greinin vísi ekki til þess að of mikið er um óverðskuldað hrós.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2009 kl. 00:52

2 identicon

Bretarnir hafa líklegast hoppað beint úr kennsluháttum þar sem börn voru skömmuð og niðurlægð yfir í innantómt hrós amerískra kerfa þar sem börnin gera helst ekkert nema vera verðlaunuð fyrir ... í hvorugu tilfellinu er reynt að kenna barninu að meta sjálft sig að verðleikum, að finna fyrir því að það er gott og gilt eins og það er, hjálpa því að efla eigin styrk og ekki síst að skilja að framkoma þess við aðra skipti máli. Við þurfum líka að athuga okkar gang hér heima - amerísk verðlaunakerfi hafa átt nokkuð upp á pallborðið hér líka...

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:14

3 Smámynd: TARA

Hrós er vissulega nauðsynlegt en það má ekki ganga út í öfgar eins og oft vill verða. Hvatnig er allt annað mál og þar þarf líka að þræða hinn gullna meðalveg, sem margir virðast hrasa um.

TARA, 17.3.2009 kl. 09:22

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Verðskuldað hrós á rétt á sér. Það á hins vegar enginn kröfu á hrósi. Umbun og refsing verður að fylgjast að.

Emil Örn Kristjánsson, 17.3.2009 kl. 10:22

5 identicon

Kerfi umbuna og refsinga gengur út frá að einstaklingurinn geri aldrei neitt nema til að fá eitthvað í staðinn - aldrei að vel unnið verk geti verið umbun í sjálfu sér, að eftirsóknarvert sé að leggja eitthvað á sig fyrir sjálfan sig og aðra án utanaðkomandi verðlauna. Að mínu mati er hættulegt að treysta á einhæfar og vélrænar uppeldisaðferðir eins og þessi amerísku umbunakerfi, þær byggja ekki upp raunverulegan innri styrk, raunhæfar væntingar, vinnugleði og samvinnuhæfni.

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég er sammála því, Ragnheiður. Ég er ekki að tala fyrir uppeldisaðferðum Skinners.

Það sem ég á við er að uppeldið má ekki bara ganga út á umbun og hrós. Viðkomandi verður líka að fá að vita af því ef eitthvað er gert sem er rangt.

Emil Örn Kristjánsson, 17.3.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Krakkarnir nú til dags hafa alltaf verið verri en fólkið sem dæmir þá.

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Trausti Traustason

Höfundur

Trausti Traustason
Trausti Traustason
Er félagi í Klúbbnum Geysi. Menntaður verkfræðingur frá HÍ 1982. Stunda ættfræði og les mikið í stjörnufræði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband