Færsluflokkur: Evrópumál
18.1.2009 | 16:33
Því ekki Evrópusambandið?
Evrópusambandið í þeirri mynd sem það er núna var stofnað í febrúar árið 1992 og tók til starfa í nóvember 1993. Frá stríðslokum höfðu ríki Evrópu gert ýmsa samninga sín á milli og þannig þróaðist samvinna milli ríkja Evrópu.
Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi hefur breyst mikið á síðari árum Fyrirtæki starfa gjarnan í mörgum löndum og starfsemi þeirra er frjáls inn ESB. Einnig eru viðskipti með vörur og þjónustu frjáls. Ísland býr yfir háu menntunarstigi og á því mikla möguleika á að þróa hugmyndir sem seljanlegar eru á frjálsum markaði ESB. Leggja ber áherslu á eflingu háskólanna og framhaldsskólanna svo við séum fremst meðal jafningja hvað menntunarstig varðar. Einnig er nauðsynlegt að efla fjárframlög til áhættufyrirtækja sem vinna að nýjungum. Þekkt er að af hverjum 10 sprotafyrirtækjum nær 1 árangri og af hverjum 20 nær 1 verulegum gróða. Þetta þekkja áhættufjárfestar.
Eflum íslenskt hugvit, göngum í ESB og látum ljós okkar skína. Framtíðin liggur í þekkingu og starfi frumkvöðla.
Kíkið á: Evrópusambandið á Wikipedia
Um bloggið
Trausti Traustason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar