Innheimtuaðgerðir Vinstri grænna

Ég skráði mig í Vinstri græna vorið 2003 og hafði trú á þeim flokki. Ég hafði þekkt Steingrím Jóhann Sigfússon frá fyrri tíð og líkað vel við hann. Ég veit að hann er einn af þeim stjórnmálamönnum sem eru heiðarlegir eins og öll hans fjölskylda.

Svo gerist það. Ég fæ sendan gíróseðil um að greiða félagsgjöld hjá Vinstri grænum fyrir Norðausturkjördæmi sem er svo sem ekki í frásögur færandi. (Ég bý og hef búið í Reykjavík í 6 ár).

Hvað um það. Það dróst hjá mér að greiða félagsgjöldin og í kjölfarið fékk ég hótunarbréf frá Sparisjóði Ólafsfjarðar sem sér um innheimtu fyrir Vinstri græna í Norðausturkjördæmi.

Brot úr texta bréfsins: greiða eigi sem fyrst til að forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir.

Annað brot: Kröfurnar eru sem sagt ekki komnar í eindaga og hægt að greiða þær án alls kostnaðar eins og áður segir.

Það sem mér finnst áhugavert er: ekki komnar í eindaga. En hvenær gerist það? Hvenær fæ ég innheimtubréf og síðan eitthvað enn verra og kostnaðarsamra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Mundu bara að borga strax þegar næsti seðill kemur

Ég er næsta viss um að allur þessi innheimtukostnaður, er ekki alveg löglegur.

TARA, 15.4.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Trausti Traustason

Ég ætla ekki að borga! Eftir svona bréf eiga Vinstri grænir ekkert gott skilið!

Trausti Traustason, 15.4.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Trausti. Þetta bréf frá Sparisjóðnum voru mistök þeirra. Það er búið að senda út afsökunabeiðni til allra félaga vegna þess. Þetta fellur ekki í eindaga og enginn kostnaður fellur á þetta. Þetta bréf hefur verið dregið til baka enda átti aldrei að senda það. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Mér þykir afar leitt að þetta hafi gerst.
Bestu kveðjur,
Hlynur

Hlynur Hallsson, 15.4.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Trausti Traustason

Höfundur

Trausti Traustason
Trausti Traustason
Er félagi í Klúbbnum Geysi. Menntaður verkfræðingur frá HÍ 1982. Stunda ættfræði og les mikið í stjörnufræði.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 732

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband