Atvinnurekendur kveina

Sérkennilegur grátur hjá æðsta strumpi SA um orð Jóhönnu. Enn sérkennilegra er að fyrirtæki sem er að sýna arð láti hann frá sér umsvifalaust. Réttara væri að setja arðinn í uppbyggingu fyrirtækisins og til að skapa frekari atvinnutækifæri fyrir almenning. Þannig myndi fyrirtækið sýna ábyrgð í meðferð fjármuna á þessum viðsjárverðu tímum. Þessi skilaboð eru til allra aðila í atvinnulífinu. Taka höndum saman og nota arð til að skapa ný atvinnutækifæri og styrkja stoðir fyrirtækjanna. Ekki til að fleygja honum á alsnægtaborð eigendanna. Þeirra tími kemur en tími almennings er núna.
mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Jújú, mikil ósköp. Mæltu manna heilastur. Hins vegar verður að líta til þess hve langur þessi tíma á að vera. Því e.t.v. vilja einhverjir leggja fyrirtækjum til fjármagn. Ekki er hægt að treysta á févana ríkisbanka í þeim efnum, hvað þá aðrar lánastofnanir. Aurarnir þurfa því að koma frá þeim sem eru aflögufærir og þeir vilja arð af sínu fé, ellegar eru aurarnir lagðir inn á banka og sóttur sá arður sem bankar gefa í formi vaxta umfram verðbætur. Að því leytinu hefur strumpurinn rétt fyrir sér.

Hin pólitíska sýn er vitanlega sú að almenningur hefur litla þolinmæði gagnvart atvinnurekendum þessa dagana og sérhvert tækifæri notað til þess að hella úr reiðiskálunum ... Viljhjálmur hefur ekki beinlínis áhyggjur af því. Mér finnst einnig gleymast að verkalýðsforkólfarnir tóku í hendur þessara "strumpa" með brosi á vör, án þess að gera neinar ráðstafanir gagnvart fyrirtækjum sem sýndu góða afkomu.

Enn ein hliðin er og sú gagnrýni, sem komið hefur fram á bókhaldsreglur sem Grandi starfar eftir en hér á landi bíður þarft verk við endurskoðun á því sviði - tilkoma erlendra bókhaldsfyrirtækja á borð við Deloitte og fleiri fyrir all nokkrum árum (fyrir útrásina miklu) kynnti til sögunnar glæfralegar bókhaldskúnstir sem aðstoðaði óvandaða menn við að spila á kerfið í samvinnu við fjármálastofnanir og innan þeirra - og nær allir dönsuðu í takt, minn kæri vinur, til hægri og vinstri.

Ólafur Als, 20.3.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Trausti Traustason

Höfundur

Trausti Traustason
Trausti Traustason
Er félagi í Klúbbnum Geysi. Menntaður verkfræðingur frá HÍ 1982. Stunda ættfræði og les mikið í stjörnufræði.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband